Profile
Blog
Photos
Videos
Hææ :) !!
Núna erum við stödd á Koh Samui en síðustu tvær vikur höfum við farið á þrjár eyjur hérna í Tælandi: Koh Tao, Koh Phangan og að lokum Koh Samui.
Þegar ég bloggaði seinast vorum við í Bangkok og eyddum þremur dögum þar. Það er lítið að segja frá því þar sem við notuðum þennan tíma til aðallega til þess að hlaða batteríin fyrir ferðina til Koh Tao.
Við fórum frá Bangkok klukkan hálf 8, 14. júlí og vorum komin til Koh Tao um 10 leytið 15. júlí. Við tókum næturlestina (sem við vorum að heyra að hefur farið útaf sporinu 7 sinnum á síðustu 4 mánuðum!) til Chumporn, biðum þar í þrjá tíma og tókum svo hræðilegustu ferju sem ég hef nokkurntíman farið í til Koh Tao. Þetta var þriggja og hálfs tíma ferja og það voru svona 300 manns á henni en bara sæti fyrir 80. Við sátum á stefninu á bátnum í algerri kremju ( og það voru mjöög miklar öldur) og til að bæta ofan á þetta allt varð ég sjóveik!
Þegar við loksins komum til Koh Tao tókum við taxa (sem er bara pallbíll þar sem við sitjum á pallinum) á hótelið og dive shop-ið okkar, sem hetiir Davy Jones Locker. Þegar við komum lögðum við okkur en fórum svo á fund með köfunar kennaranum okkar, fengum köfunar bókina og horfðum á þrjú myndbönd og svöruðum spurningum úr þeim. Um kvöldið fórum við á Pub Crawl með Örvari, Unni, Hjalta og Ásdísi sem við kynntumst í Bangkok og vorum með á hóteli bæði í Bangkok og Koh Tao :). Þetta kvöld fórum við á ýmsa bari en það sem stóð upp úr var Lady Boy show-ið en þar dansaði Hlynur uppi á sviði og gerði land og þjóð stolt.
Daginn eftir héldum við áfram að horfa á köfunarmyndböndin og svara spurningum. Síðan fórum við í sundlaugina með köfunarkennaranum okkar þar sem hún kennndi okkur að anda í kafi og ýmislegt fleira. Daginn eftir tókum við svo köfunarprófið okkar, sem við fengum aldrei að vita einkunnina úr, og svo fórum við á fyrstu tvö dive-in okkar.
Við fórum niður á 12 m dýpi og þetta var bara algjör snilld. Við sáum ótrúlega mikið af fallegum fiskum og lífverum. Daginn eftir vöknuðum við mjög snemma til þess að fara að kafa kl 6. Þá fórum við alla leið niður á 18 m dýpi og fengum skýrteinið okkar um að vera orðin Open Water Divers! Vúhú!
Eftir köfunina vorum við þrjá daga á Koh Tao, þar sem við vorum bara að sóla okkur og njóta lífsins. Við sigldum svo til Koh Phangan og aftur var troðið fólki á bátinn og við sátum með fæturnar út fyrir bátinn í þetta skiptið! Sem betur fer varð enginn sjóveikur samt :)
Við vorum ekki búin að panta neina gistingu þegar við komum til Koh Phangan en við fengum kofa með engri loftkælingu og engri hurð fyrir klósettinu fyrir 2400 kr á nótt.
Við komum 22. júlí á Koh Phangan og fyrsti dagurinn var mjög rólegur en daginn eftir var ótrúlega gaman. Við leigðum okkur vespur og keyrðum um eyjuna og síðan fórum við á ströndina um kvöldið og djömmuðum. Það var algjör snilld!
Strákarnir með Hjalta og Ásdísi á bar þar sem hægt var að kaupa sér Special Happy Shake.
Daginn eftir var svo Full Moon Partyið. Við keyrðum um á vespunum, keyptum okkur outfit fyrir kvöldið og keyptum okkur áfengi. Síðan borðuðum við með íslendingahópnum okkar um kvöldið og fórum svo í fyrirpartý á hótelherberginu hjá Gerði og Snæþóri. Þar máluðum við á okkur íslenska fánann og gerðum okkur rosa sæt og fín fyrir kvöldið.
Það voru svona básar út um allt á ströndinni að selja fötur með ýmsu áfengi í
Full Moon var rosalegt. Það voru ca 40.000 manns þarna á þessari litlu strönd og allir voru annaðhvort allt of fullir eða á eiturlyfjum. Persónulega var þetta ekki fyrir mig, en það var mjög gaman að sjá þetta og prófa að fara einu sinni. Strákarnir fóru í eld limbó og stukku í gegnum eldhring sem var ógeðslega kúl! Við vorum búin að heyra að dagurinn fyrir Full Moon væri skemmtilegri en Full Moon partyið sjálft og það er algjörlega satt! Full Moon var bara aðeins of mikil klikkun en dagurinn fyrir það var geeeðveikur!´
Já, það stendur "I f*** retard midgets" á þessu skilti.
Við vorum einn dag í viðbót á Koh Phangan en í dag sigldum við til Koh Samui og erum þar núna. Við splæstum í almennilegt hótel með loftkælingu og öllum pakkanum þannig við ætlum bara að eyða næstu þremur dögum liggjandi á sundlaugarbakkanum að tana.
Við förum svo til Bangkok með rútu 29. júlí og svo til Hong Kong 1. ágúst!
Meira næst! :)
- comments
Sigrídur Johannesdottir Elsku María mín. Takk fyrir bloggid. Gaman ad lesa, en ég er mest fegin ad thid komid oll heil heim. Bid ad heilsa drengjunum. Mamma
Guðrún Aðalsteins Elska að lesa þetta blogg! Ég er búin að segja Leifi að við verðum að fara í svona ferð (er byrjuð að spara). Njótið þess að tana í Koh Samui. Hlakka til að sjá ykkur eftir tæpar tvær vikur!
Aðalsteinn Sigfússon Frábært að lesa bloggið og fá aðeins að fylgjast með ykkur. Þetta er fínt blogg María mín og ég veit að þú hefur vit fyrir strákunum. Er þegar farinn að hlakka til að fá ykkur heim!