Profile
Blog
Photos
Videos
Hákon, Hlynur og María í asíu
Hæhæ :)
Núna eru tveir dagar í brottför og þess vegna góður tími fyrir fyrsta blogg.
Eftir 3 mánuði af skipulagi, bóka hótel, redda visa o.sv.fr. erum við að fara eftir 2 daga til Asíu!!
Það mun taka okkur yfir einn sólarhring að komast á fyrsta áfangastað, en við munum millilenda bæði í Kaupmannahöfn og Dubai og svo komumst við loksins til Maldives-eyja.
Þar gistum við á fallegri eyju sem heitir Biyadhoo.
Þar eru fallegar strendur og ljósblár sjór og ég held að það gæti ekki verið til betri leið til þess að byrja ferðalagið okkar um Asíu :)
Við munum reyna að skrifa hér inn ca. einu sinni í viku til þess að láta ykkur vita hvar við erum og hvað við erum búin að vera að gera.
Þannig við heyrumst bara næst :)
María
- comments
Gudrun Yndislegt!
Róshildur Skemmtilegt! Hlakka til að lesa næstu blog og fylgjast með :)
Aðalsteinn Frábært, skemmtið ykkur vel og njótið!
Sigríður Jóhannesdóttir Gangi ykkur vel. Það verður ábyggilega mjög gaman gjá ykkur.
Aðalsteinn Er farinn að lengja eftir spennandi texta um ferðalagið!