Profile
Blog
Photos
Videos
Jæja! Í dag erum við búin að vera að ferðast í tvær vikur og þær hafa liðið alveg rosalega hratt! Síðan ég bloggaði síðast höfum við ferðast um Sri Lanka og farið til Singapore og Malasíu.
Fyrstu dagarnir í Sri Lanka voru mjög fínir. Við skoðuðum Dehiwala, sem er hverfið sem við gistum í og fórum inn í miðbæ Colombo. Þar eru nokkur háhýsi, sem passar mjög illa inn í land eins og Sri Lanka. Húsin í Sri Lanka eru aðallega lítil og í mikilli niðurnýslu en svo koma stundum einhver háhýsi inn á milli. Mjög spes.
Á þriðja deginum okkar í Sri Lanka ákváðum við að fara aðeins út fyrir borgina, þannig að við fórum á bíl til Pinnawala.
Pinnawala er draugabær sem er aðallega byggður í kringum Elephant Orphanage sem er þar. Það sem ég á við með draugabær er að það var enginn á hótelunum, enginn að ganga um bæinn og bara enginn þarna! Og þetta eru ekki ýkjur. Þetta var mjög creepy.
Þegar við komum til Pinnawala kynntumst við Neville sem er tour guide fyrir Elephant Orphanage. Hann bauð okkur herbergi á hóteli nálægt garðinum sem við tókum og svo bauðst hann til þess að fara með okkur í safari daginn eftir og svo myndi bílstjóri skutla okkur til Colombo.
Neville var mjög hrifinn af Hákoni
Okkur fannst mjög skrítið að þessi maður gæti bara sleppt því að mæta í vinnuna næsta dag til þess að fara með nokkra túrista yfir í aðra borg í safari..En allt fór þetta nú mjög vel.
Daginn eftir vöknuðum við snemma til þess að keyra til Sigirya þar sem við fórum í safari. Þar var mjög skemmtilegt en við sáum ekki mikið af dýrum. Við sáum einn fíl, nokkra apa, fullt af beljum og fuglum.. og ekki mikið annað. En það var samt skemmtilegt að komast út í náttúruna þannig að við fórum sátt heim til Colombo.
Í safari í Minneryia National Park, Sigiriya
Næstu dagar fóru í að skoða borgina meira og svo fórum við út á borða á mjög fínann veitingastað á föstudeginum. Á laugardaginn kvöddum við Sri Lanka og flugum til Singapore.
Í stuttu máli var Sri Lanka mjög skemmtileg reynsla og það var mjög gaman að skoða sig um þarna, en þetta er ekki mikið túristaland og það er frekar erfitt að ferðast sjálfstætt um landið. Enska er eitt af aðaltungumálunum í landinu en samt tala Sri Lanka búar mjög lélega ensku. Það eru engar umferðarreglur eins og ég sagði í síðasta bloggi og ég gat ekki vanist því hversu illa fólk keyrði þarna - við sáum líka nokkrum sinnum fólk með barnið/börnin sín á mótorhjóli og einu sinni sáum við konu og karl með 4 börn í einum tuktuk bíl! (Við þrjú rétt getum troðið okkur inn í bílinn þannig þið getið ýmindað ykkur hversu lítið pláss er fyrir 6 manneskjur!)
Ég var að reyna að ná mynd af manninum með litla barnið sitt aftan á hjólinu en sést kannski ekki nógu vel.
Singapore er awesome! Við komum um kvöldið á laugardeginum og sáum borgina þar sem hún var öll lýst upp og vá - ótrúlega flott borg. Öll háhýsin eru nýlega byggð og rosalega flott!
Næsta dag fórum við út að skoða Singapore og tókum strætó að Singapore Flyer sem er risastórt parísarhjól. Við fórum samt ekki í það en gengum þar í kring og síðan gengum við yfir brú sem leiddi að Marina Bay Sands. Það er hótel/casino/designer mall sem er alveg ótrúlega flott! Við skoðuðum okkur þar um og fórum svo til China town sem var líka mjög skemmtilegt að skoða.
Eftir það fórum við yfir á Sentosa Island þar sem við fórum í Underwater World og síðan gengum við um Sentosa og röltum inn á einhvern strandklúbb og fengum okkur einn drykk. Það var samt roooosalega dýrt þannig við drifum okkur yfir á Jalan Besar sem er gatan okkar og fengum okkur bjór þar.
Gaman að segja frá því, að þegar við ætluðum að fara að skipta um bar hittum við 6 unga stráka frá Indlandi sem sátu á jörðinni og drukku bjór. Þeir buðu okkur að vera með og við slógum til og fengum okkur nokkra bjóra með þeim (og breezera). Það var bara mjög fínt, og þegar við ætluðum svo að fara tók við 15 mínútna myndasession - þeir vildu allir fá mynd af sér með okkur og það þurfti að taka mynd á alla símana! Okkur leið eins og celebs.
Næsta dag fórum við í Singapore Zoo sem var geeeeggjað! Flottasti dýragarður sem ég hef farið í og einn flottasti í heimi! Það voru lausir apar í trjánum og það var lítið um að dýrin væru í búri þannig maður sá mjög vel inn til þeirra. Mjög skemmtilegt! Þegar við komum heim ætluðum við bara að fara að hvíla okkur því daginn eftir ætluðum við aftur til Sentosa í Universal Studios en Hlynur var eitthvað slappur og var með nokkur einkenni malaríu (og við ekki með neinar töflur) þannig að við ákváðum að skella okkur upp á spítala. Við mættum á spítalann kl 11 og komum þaðan út kl 4 um nóttina! Alveg dauðþreytt - en sem betur fer var Hlynur ekki með malaríu!
Hlébarðinn kom svona nálægt okkur (samt gler)
Í gær fórum við svo í Universal Studios sem var ótrúlega gaman. Garðurinn er alveg ótrúlega flottur og við skemmtum okkur konunglega. Við vorum þar til kl 6 en eftir það skoðuðum við aðeins Sentosa en fórum svo heim, borðuðum og pökkuðum og ég náði loksins að tala við mömmu á skype! Sem var algjör snilld!
Í morgun vöknuðum við kl 7 og vorum komin út kl 8, fórum upp á flugvöll og flugum til Kuala Lumpur í Malasíu. Þetta var klukkutíma flug en við vorum samt alveg 3 tíma að koma okkur upp á hostelið, en þar erum við með sérherbergi í voðalega kósí húsi. Við vorum svo þreytt að við höfum ekki ennþá neitt farið út þannig að það er ekkert að segja frá Malasíu ennþá :)
Meira næst!
María, Hlynur og Hákon.
Og hér er myndasyrpa af Hákoni og Hlyni að borða núðlur með prjónum.
- comments
Sigríður Jóhannesdóttir Takk fyrir skemmtilegt blogg elsku María mín. Bið að heilsa strákunum. Gangi ykkur alltaf sem best.
Guðrún Æði. Við mamma erum i hestaferð. Það er lika gaman en jafnast kannski ekki a við Asíu :)
Skúli Skemmtilegur bloggari. Meira sem fyrst, María mín. Kveðja til strákanna.
Gunnhildur Sveinsdóttir Takk fyrir þetta skemmtilega blogg og frábærar myndir. Það er alveg greinilegt að þið strákarnir hafið ekki mikla æfingu í að borða með prjónum :) Skrifið fljótt aftur.
Aðalsteinn Frábært að fylgjast með ykkur og hvað allt gengur vel. Við bíðum eftir næsta bloggi.
sólveig góð mynd af apanum ; )