- ágúst
Lentum á JFK kl 7:00 og 8:40 vorum við komin í leigubíl og á leið á hótelið.
Í lobbíinu mættum við Jónínu og Hróari þar sem þau voru að koma niður stigann að athuga með veðrið og við að tala við afgreiðsluna uppá kl hvað tjekk inn væri.
Skildum dótið okkar eftir í herberginu hjá þeim og fórum með þeim, Jonna og Andreu og tókum subway á Manhattan.
Verslunar dagur þar sem við tókum rútu í outlett í New Jersey. Borðuðum hamborgara á Johnny Rockets og versluðum svo meira. Rútan til baka og rölt í Reebok búðina á 5th av og fleiri búðir áður en við keyptum okkur smá kvöldsnarl þar sem enginn var mjög svangur eftir hádegismat kl 2.
Rólegheit uppá hóteli þar sem við fengum smá íslenskt nammi og spjölluðum öll saman og farið yfir plan morgundagsins.
- ágúst
Morgunmatur hálfátta og farið í subway ævintýri, þar sem það var sunnudagur gengu ekki allar lestarnar eins og venjulega svo við fórum aðeins lengri leiðina að staten island ferry. Keyptum okkur pretzel meðan við biðum eftir ferjunni, stóðum úti og tókum myndir af frelsisstyttunnin meðan við sigldum framhjá. Tókum ferjuna svo beint til baka og subway þaðan að skoða kínahverfið. Minnti rosalega á markaði í asíu og allir að prútta og reyna selja þér allskonar óþarfa. McDonalds í hádegismat áður en við tókum Subway að Union sq.
Þar fann Arnar reebok búð þar sem að hægt var að taka þátt í að gera burpees fyrir utan búðina og fá þá 20% afslátt inní búðinni.
Röltum meira um og skoðuðum, enduðum svo daginn á Times sq og borðuðum kvöldmat þar.
- ágúst
Byrjuðum daginn á að rölta um í Central Park, þaðan á Starbucks og í Queens Center mall þar sem klárað var að versla.
Tókum subway að Madison sq garden gengum þar um og borðuðum ben & jerrys í kvöldmat áður en við fórum heim á hótel að pakka.