- ágúst
Vöknuðum snemma fórum í morgunmat og svo tjekkuðum við okkur út og röltum útá subway stöðina með öllum, kvöddum þau og fórum á sitthvorn brautarpallinn. Við á leiðinni á flugvöllinn og þau niður í bæ. Þurftum að skipta á leiðinni yfir í airtrain til að komast alla leið á flugvöllinn. Hratt og vel komumst við inn á flugvöllinn með nóg af tíma, lítill terminal svo við horfðum bara á bíómynd meðan við biðum. Íslenska og appelsín í flugvélinni og við rosa spennt að komast heim.
Mamma, pabbi, Mjöll og Kolka tóku á móti okkur á flugvellinum með langþráðu knúsi og spjalli.
Svo gott að vera komin heim aftur og sofna í sínu rúmi :)