Profile
Blog
Photos
Videos
Erum komin aftur til Buenos Aires eftir nokkra yndislega daga í bænum Colonia del Sacramento, við strendur Uruguay.
Ferðin hófst með því að við tókum bát eða ferju frá Buenos Aires en ferðin tók aðeins um klst. Þegar við stigum á þurrt á land vissum strax að við værum ekki lengur í Buenos Aires. Fallegur og hljóðlátur, lítill bær tók á móti okkur. Gistum á ljómandi huggulegu og litlu hóteli og nutum þess sem Colonia hafði upp á að bjóða. Bærinn er þekktastur fyrir sögulega hluta hans (Barrio histórico) þar sem sjá má mörg hundruð ára gömul hús og stræti sem eiga rætur sínar að rekja til Portúgala sem numu fyrstir land í Colonia. Þar voru líka litlar og ósnortnar hvítar strendur sem nýttum til fulls í sól og sumaryl.
Í þessum litla bæ var ekki mikil umferð og t.d. voru engin umferðarljós á aðalgötunni. Þá var kjörið fyrir hjónin að leigja sér golf bíl til að skoða betur svæðið en það var algengur ferðamátií Colonia, allavega fyrir túrista.
Nú eigum við bara um viku eftir í Buenos Aires sem við munum nýta vel til að skoða betur bæinn, læra tangó og fleira. Eftir það liggur leiðin til Rio de Janeiro, Brasilíu.
Þangað til næst,
Hildur og Elías
- comments
Bjarni Mikið eruð þið heppin að fá að upplifa þetta allt. Vorum að skoða nýjustu myndirnar, yndislegt að sjá hvað þið njótið ykkar vel. Haldi áfram að njóta. Bjarni og Elísabet