Profile
Blog
Photos
Videos
Við hjónin erum komin á næsta áfangastað, Rio de Janeiro, við strendur Brasilíu. Flugum hingað frá Buenos Aires og dveljum hér í eina viku. Við erum staðsett við strönd sem kallast Ipanema, sem er við hliðina á frægu ströndinni Copacobana.
Strax á fyrsta degi drifum við okkur á ströndina en strendur Rio de Janeiro eru þekktar fyrir að vera með þeim fallegstu í heiminum. Og það er alls engin flökkusaga. Hreinar, hvítar strendur þar sem Atlantshafið leikur um og fólk alls staðar að nýtur lífsins undir sterkri sólinni.
Í gær fórum við í skoðunarferð um borgina þar sem við m.a. fórum upp á fjallið Corcovado (710 m) en til að komast þangað upp þarf að keyra í gegnum Tijuca regnskóginn sem er stærsti regnskógur sem finna má í stórborg. Það var mjög viðeigandi að fá smá rigningu inn í regnskóginum en stórt ský umkringdi Corcovado fjallið. Efst upp á fjallinu mátti síðan sjá Jesú eða styttuna Cristo Redentor sem gnæfir yfir Rio de Janeiro. Síðar keyrðum við um borgina og sáum m.a. mjög ólíkar hliðar á borginni, t.d. stór fátækrahverfi sem eru staðsett í fjallshlíðum borgarinnar og kallast favelas. Einnig sáum við hvar karnival fer hér fram á hverju ári en það eru ein stærstu hátíðarhöldin sem fara fram hér á bæ.
Á morgun förum við upp á fjall sem heitir Sykurfjallið og þá fáum við vonandi að sjá magnað útsýni yfir þessa fallegu borg.
Ætlum að njóta lífsins hér í Rio þá daga sem við eigum eftir, baða okkur í sólinni og borða mikið af ávöxtum sem nóg er til af hér.
Þangað til næst,
Hildur og Elías
- comments
Halla Jónsdóttir Gaman að heyra og sjá frá ykkur. Faggegt og spennandi það sem þið eruð að segja frá. Hlakka mikið til að sjá ykkur. Guð geymi ykkur og eigið dásamlega daga. Love ma
Bjarni og Elísabet Ekki laust að við öfundum ykkur, nei, annars njótið vel. Gaman að sjá myndirnir, fallegt umhverfi og fallegt fólk!!! :) ma og pa í háagerði