

Rio De Janeiro, Brazil
Við hjónin erum komin á næsta áfangastað, Rio de Janeiro, við strendur Brasilíu. Flugum hingað frá Buenos Aires og dveljum hér í eina viku. Við erum staðsett við strönd sem kallast Ipanema, sem er við hliðina á frægu ströndinni Copacobana.
Strax á fyrsta degi drifum við okkur á ströndina en strendur Rio de Janeiro eru þekktar fyrir að vera með þeim fallegstu í heiminum. Og það er alls engin flökkusaga. Hreinar, hvítar strendur ...