Profile
Blog
Photos
Videos
... afhverju er ég þakklát? Því að þá fæ ég að upplifa ósvikna gleði.. gleði sem maður finnur ekki í bíl.. dæmi um gleðimóment í strætó:
-
Þegar maður sér LOKSINS strætóinn með rétta númerinu vera að koma
-
þegar maður fær sæti í strætó - vitandi að strætóferðin er rúmur hálftími -lágmark!
-
Þegar maður kemst í gegnum heila strætóferð og enginn sofnar á öxlina manns
-
Þegar barnið sem er búið að grenja í 20 mínútur og kúgast nokkrum sinnum hættir að gráta
Þetta eru forréttindi gott fólk .. sem fólk á bíl upplifir ekki
Annars var ég bara í prófi í dag.. og í gær.. og fæ að taka eitt á föstudag.. grátum það ekki
Í næstu viku er Thanksgiving og bið erum að leita logandi ljósi að stað til að fá alvöru thanksgiving mat (eins og ég og Bergie gerðum í Boston many years ago).. 4ja daga helgar frí fylgir þessari frábæru hátíð og planið er að gera eitthvað frábært - svona á milli lærdómstarna
Náði að liggja svoldið í sólbaði síðustu helgi (þá var 3ja daga helgi) og ná upp smá lit loksins.. lít loksins út fyrir að hafa átt heima í útlöndum.. Sauð alveg á mér þegar á hitti þýsku klíkuna hérna.. þau eru svo ÓGEÐSLEGA brún .. því þau er bara aldrei að læra og alltaf í skólanum bara frá 5-7 á kvöldin eða eitthvað .. ég er svo að læra vitlaust fag..
En það er semsagt þýsk klíka hérna.. þau hanga bara með þjóðverjum og vilja ekki tala ensku .. segjast alveg tala nóg ensku í skólanum .. samt eru þau öll að læra það sama og eru sennilega öll saman í tíma líka.. Bjánar
Um helgina er afmælis og good-bye partý fyrir eina danska stelpu sem ég kynntist í gegnum herbergisfélagann minn .. hún er að fara heim að skrifa ritgerðina sína en ætlar að koma afur hingað í febrúar.. hún er búin að vera hér líka í næstum 2 annir. Við ætlum að grilla á ströndinni um daginn og kíkja svo út um kvöldið . Rosa spennó
Kennarinn minn í lífrænu er 8 köflum eftir áætlun .. veit ekki alveg hvað hann er að spá í lífinu þessi maður.. hann trúir ekki á Powerpoint og vill skrifa allt á töfluna.. og boyóboy hvað það gengur hægt.. hann bókstaflega matar mann með upplýsingum og langar svo að ALLIR fái A+ .. og það gengur svona lala.. Í dag var hann svo leiður að kunna ekki nöfnin á okkur öllum að hann vildi taka myndir af okkur.. sem betur fer var tillagan felld á staðnum
Í dag gerði ég mína fyrstu dauðu upphífingu í crossfit.. eiginlega alveg óvart... og það var svo geggjað! Ætla að prófa aftur á morgun!!
Annars ætla ég að fara að læra.. og láta mig dreyma um líf án heimavinnu og prófa.. það væri (verður?) súper nice!
kv. Guðný
- comments
Sólveig Við stelpurnar getum kannski splæst saman í græna kortið handa þér í jólagjöf ;)