Profile
Blog
Photos
Videos
Er að reyna að vera dugleg að blogga - kannski um of?
En ... í gær.. þá varf skýjað - sem var eiginlega svoldið það sem ég þurfti - það var samt 27 stiga hiti held ég - sem er ótrúlegt
Byrjaði daginn á berklaprófi - ætlaði aaaldrei að finna bygginguna en þegar það tókst loksins gekk þetta vel .. Konan sem tók á móti mér var í hello kitty hjúkkubúning og ég gat engann veginn tekið hana alvarlega.. Hún talaði líka við mig eins og það væri eitthvað að mér og sagði að ég hefði staðið mig ótrúlega vel ! Ekki amalegt það - 24 ára og ég gat staðið af mér 5 sek af nálastungu! Beat that people
Verslaði mér svo bakpoka-þann ódýrasta sem ég fann - og hlaupastuttbuxur - fallega rauðar NikeJ
Vígði þessar sömu stuttbuxur um hálftíma síðar - en þar sem ég er mjög takmarkað töff - og var mjög spennt að komast að hlaupa þá gleymdi ég ekki bara Ipodnum , heldur gleymdi ég líka að taka af verðmiðadraslið - og hljóp með það fyrsta 1.5 kílómeterinn... mjög töff get ég sagt ykkur
Dagurinn fór svo í rólegheit eftir þetta- það er stöðug pressa að vera stanslaust að gera eitthvað spennandi og ævintýralegt alla daga en það er bara ekki hægt.. Ég er hægt og rólega að venjast hitanum - hann gerir mann ótrúlega þreyttan og svo labba ég allt sem ég fer (og strætó auðvitað).. en þetta er bara svoldið mikið nýtt. Heima keyrir maður um allt. Svo er maður í þokkabót alltaf að labba í strandskóm og fæturnir verða ofsa þreyttir.. Svo já.. ég réttlætti bara smá hangs í gær.. googlaði crossfit og bjöllur, sendi email, reyndi að finna út hvað ég vil gera hérna í þessa 4 manuði and so on
Í dag! - var svo ræs kl 06 - fyrst til að kljást við pöddur á baðherberginu og svo hlaupa í wallmart að kaupa nesti og svo á starbucks að borða morgunmat og svo strætó að hitta fólkið sem ætlaði með í fjallgöngu.. Og það var sko fjallganga! Líkamlega erfið já- því það var svo ótrúlega heitt!! - mér fannst við ótrúlega sniðug að labba í skóginum og allt það - skuggarnir og allt það .. en í skóginum er auðvitað enginn vindur af hafinu .. og þar af leiðandi sjúklega heitt... upp og niður hóla og hæðir og enduðum svo við foss og smá vatn þar sem við kældum okkur. Endalaus drulla á leiðinni og ég held ég reyni að skola skóna í baðinu í kvöldJ En þetta var æði .. svo gaman að brjótast gegnum skóginn og ég kom sjálfri mér mjög á óvart því ég er yfirleitt ekki hrifin af útlendum gróðri(pabbi getur vottað það eftir danmerkurferðina)
Núna sit ég í rúminu að borða Macadamian hnetur með dökku súkkulaði og bláber.. en þessar hnetur eru hér UM ALLT.. eru víst ræktaðar hér og eru hrikalega góðar.. amk með svona súkkulaði;)
Svo mun ég sjóða pasta á eftir.. því ég er svo grown up
Á morgun er svo flutningur í íbúðina og ég næstum tárast ég er svo spennt.. komin með ógeð af að búa í tösku og langar að skapa mér heimili.. svo mér liði vel hér...:)
Það er ofsa orkufrekt að sakna heim en ég geri það samt.. Er dugleg að hafa samband heim og þannig vil ég hafa það J
Til að senda mér frítt sms - náið í Viber í símann.. annars kostar 22kr smsið.. ég sendi frítt sms heim og ég borga ekkert ef þið hringið J bara þið;)
Takk fyrir að fylgjast með mér hér og á facebook.. það er rosa góð tilfinning að vita af ykkurJ
Ást og hamingja
Guðný
- comments
Guðni Már gaman að lesa, þú ert góður penni. kveðja Guðni Már
Anna Samúelsdóttir Hljómar óttrúlega spennandi Guðný, og gaman að lesa! Hafðu það rosa gott úti, þetta er erfitt fyrst en vá hvað þetta verður þess virði. Knús úr skólanum (æl).
Sólveig Alltaf gaman að lesa fréttir frá þér :) Ánægð með að þú sért byrjuð að elda eitthvað, svaka dugleg. Líka dugleg að láta stinga þig með nál ;)