Profile
Blog
Photos
Videos
Nýr dagur - ný tækifæri!
Djöfull er ég samt þreytt.. Jet-lag er ekki alveg málið .. klukkan er 19:30 og ég er buin að vera vakandi síðan 02 í nótt.. djös partý - en alveg þess virði ;)
Berglind vill ítarlegt blogg og ég mun reyna mitt besta
Skrölti út hálf8 i morgun og fór á Starbucks - þeir klikka ekki:) tók svo strætóferð útí óvissuna og fór í Waikiki hluta borgarinnar - þar sem ströndin er, túristarnir, og einnig íbúðin sem við fáum:)
henti mér í sandinn og glapti á waterpolo - á svona litlum brimbrettum og svo kastaru bolta í mark.. mega töff. Sá fyrir mér dauða minn í þessum hita og rölti um hverfið og beið eftir íbúðasýningunni.. Fengum að sjá íbúðina okkar um hádegið - OG HÚN ER GEGGJUÐ.. uppþvottavél, þvottavél og þurrkari, MAGNAÐ útsýni í hverju herbergi og sturtan bara kósýleg.. ég get ekki beðið eftir að flytja inn á föstudaginn:) þá verður húsfundur og opnaður einn kaldur með .. american beer yeeeah!
Við(guðný Neela og Michelle) fórum því næst í fjallgöngu á diamond head - með' nokkrum þjóðverjum og Guðný brann bara geðveikt á bakinu .. og enginn er hissa held ég.. því það er mjög í mínum anda að brenna á fyrsta degi :)
Fórum svo á svona lítinn markað með öllu svona homemade og Hawaiian - mjög krúttað og ég vona að hann komi aftur seinna í haust.. margt fallegt þarna:)
annars er tónlist héðan mjög leiðinleg. þurfti að hlusta á hana í flugvélinni .. mæli ekkert endilega með hawaiian airlines;)
Svo kom þjóðverjinn Kristina með mér í walmart og ég sit nu og borða túnfisk með kotasælu .. júhú! - annars er matarlystin mjög lítil í svona hita.. maður drekkur bara vatn hér.
Fékk mér reyndar chai latte í 3ja min skúrnum sem gekk yfir hér:) - regnið hér er svo kalt.. eða þá að maður er við suðumark útaf hitanum og svo kemur regnið og það er eiginlega vandræðalega kalt.. :) chai latte er nýtt uppáhald..
Ligg núna í aloe vera drulli og glápi á tv.. aðeins of kósý .. hlakka alveg til að poppa..
svo gott að vera brenndur..love it all the way
komin með nýtt númer hér úti.. sendið bara skiló á face ef þið viljið það :)
Mahalo for reading this
Guðný
- comments
Heiða-gamla vinkona! Heyyy gaman að fylgjast með þér hér! Ég þekki þetta með að brenna á fyrsta degi.. enda rauðhærð dúlla hér á ferð. Hafðu það gott í hitanum, drekktu vatn og notaðu sólarvörn, hlustaðu nú á mömmu! Knús!
Kristín Hans Chai-latte er svo gott :) Gaman að fylgjast með þér vinkona!