Profile
Blog
Photos
Videos
Aloooooooha!
25 ára er staðreynd.. ííísköld staðreynd... en 25 er líka flott tala
Helgin fór í að slaka vel á og reyna að læra sem minnst (kom nett í hausinn á mér í morgun þar sem það var skyndipróf í verklegu ... )..
Á laugardagsmorgun skoppaði ég í crossfit og svo lá leiðin beint á ströndina.. svoo subbulega nice!
Kvöldið fór í að læra og undirbúa gönguferðiNA! .. Haiku stairs!
Ég var nú búin að útlista áður um hvað þetta snérist.. þetta eru semsagt tæplega 4þúsund stáltröppur upp að einhverri samskiptastöð síðan úr ww1 (googlaði þetta)
EN allaveganna.. laugardagskvöldið fór í að googla allskonar ráð og upplýsingar um hvernig hægt væri að komast þarna upp án þess að vörðurinn stoppaði mann. En þetta er semsagt lokað fyrir almenning þessi leið.. Fyrst héldum við að hann kæmi um 07, en neinei um helgar mætir hann kl 04 því þá er mesta traffíkin þarna upp :)
Smurði nesti og pakkaði "hlýju" fötunum mínum... sem voru engin.. en ég tróð amk handklæði með og poka til að sitja á.
01:20 var ræs.. eftir 2ja tíma svefn.. kl 02:10 kom strákur að sækja okkur.. nei ég man ekki nafnið en hann er amk þýskur.. Við vorum 2 úr okkar íbúð sem fórum og svo sóttum við 2 aðrar stelpur
Vorum mætt þarna um 3.. leituðum að leiðinni en fundum ekki .. rákumst fyrir tilviljun á hóp af fólki á leið upp og eltum það .. en leiðin er falin.. troðin inn í runna, gat á girðingu og allur pakkinn.. en loksins fundum við þetta.. Við hliðina á leiðinni er lítið tjald sem vörðurinn situr í á daginn og passar að enginn fari upp... það var sem betur fer tómt..
En píurnar í hópnum vildu endilega míga áður en haldið var af stað.. svo 03:40 var lagt af stað upp .. Fyrsti hlutinn er sagður erfiðastur og ég var alveg orðin sveitt í tröppu 7 .. svo ógeðslega bratt var þetta.. eftir um tíu mínútna labb segir stelpan á undan mér (mjög panikkerað) THE GUARD IS HERE.... og þar sem hann hafði nóttina áður elt nokkra upp í stigann og skipað þeim að fara niður - var allt gefið í botn.. ég nánast hljóp upp svona 500 tröppur með æluna í hálsinum, sinadrátt í kálfunum, myrkfælnina í botni og nefndu það bara.. Það var auðvitað svarta myrkur og allir með hausljós (nema ég.. ég var með mitt í kjaftinum) svo ég var fáranlega hrædd.. með einhver bilaðan vörð á eftir mér.. hefði getað verið í miðri hryllingsmynd....
Við slökktum á ljósunum og þrömmuðum á ljóshraða.. svo sást vörðurinn leggja af stað upp og þá gjörsamlega tapaði ég sönsum .. þramm þramm þramm .. ætlaði sko ekki að láta snúa mér við víst ég var hingað komin ...
Loksins komumst við í örugga höfn(eða við ákváðum það bara).. tókum vatnspásu og reyndum að ná hjartanu úr miljón slögum niður í svona 300 slög
Eftir þetta gekk ferðin bara vel... lærin sviðu alla leiðina en við gátum labbað nokkuð rólega þar sem sólarupprás er ekki fyrr en 06:20 og við ætluðum ekki niður fyrr en hún var komin..
Þegar um 20 mín eru eftir er svona yfirgefið steinhús á leiðinni .. þar sem nokkrir voru samankomnir til að bíða þar tíl sólin kæmi.. Þarna uppi var svona íslenskt veður... ógeðslega hvasst, rigning og hitastigið ekki mjög glæsilegt.. þarna húktum við og átum nesti og reyndum að krókna ekki. Hittum þar einhverja gæja sem höfðu verið að djamma en ákveðið að skella sér svo þessa leið bara í staðinn... whatever... Þeir áttu einn bjór eftir og gáfu mér í afmælisgjöf.. voða indælt allt saman.. Við vorum með litla hátalara og ipod og spiluðum músík til að halda uppi stemmara!
Svo var rölt áfram þessar nokkur hundruð tröppur sem voru eftir og þar tók á móti okkur endalaus þoka (felt like home!) .. en sólin braust þó í gegn að lokum og niðurleiðin tók örugglega lengri tíma en upp því þá sá maður loksins eitthvað og gat tekið myndir.. og þá sá maður hvað þetta var bratt og ég fékk alveg nett áfall að sjá hvað ég hefði verið að labba í raun ...
Ótrúlega gaman(!) að á leiðinni niður var kona sem var lofthrædd (gott hún) og tók eina tröppu í einu og andaði djúpt í hverju skrefi ... þetta er það þröng leið að ekki er hægt að taka framúr.. svo við eyddum bara eeeeeeeendalausum tíma í að fara niður.. en ég er svo þolinmóð að eðlisfari að þetta var ekkert mál .. piece of piss eins og einhver sagði
Þegar ég kom svo heim .. skítug og kát.. voru herbergisfélagarnir að baka bláberjamuffins !! Enda algjörir gullmolar þessar stelpur
Skype-aði mína nánustu og svaf svo til að verða 16..
Svo fórum við allar saman á chessecake factory og ég át þangað til mér leið illa..
Á leiðinni heim fundum við enn eitt Hula-showið og gláptum á nokkrar skvísur (og einn gaur) dilla sér við húlamúsík
Dagurinn var því bara frábær í alla staði =)
Ég held bara áfram að eyða tímanum í strætó í að skoða furðulega fólkið hérna.. enda af nógu að taka.. og glápa útum gluggann .. en strætó er eitt af því sem ég mun ekki sakna við hawaii .. bara alls ekki
En nú verð ég að halda áfram að þykjast læra
Mahalo
Guðný
- comments
Erla Til hamingju með afmælið aftur og þú ert snillingur, skemmtilegt blogg :)
Axel Heimir Held að maður þurfi að gefa þér Græna kortið hérna þannig að þú fáir ekki fráhvarfs einkenni af öllum strætóferðunum þínum, jólagjöfin í ár :*
Berglind haha já greinilega algjör óþarfi að eiga bíl í lífinu ;) þú selur bara kaggann þegar þú kemur heim :) en þú ert klárlega algjör hetja að klára þessar tröppur!!