Profile
Blog
Photos
Videos
Hawaii er ótrúleg - bara svona ef að þið vissuð það ekki... Hér sér maður ótrúlega hluti... dæmi: mann í jólasveinabúning að spila á fiðlu... mann í elvisbúning og hlaupaskóm... og HULAKONUR... í dag fékk ég ógeð af Hula-dönsurum.. ég sökkti mér svoldið í menninguna og ég og nokkrar þýskar stelpur þræddum alveg 3 hula-show... Hawaiisk tónlist er ekki skemmtileg. það er staðreynd.. 2-3 lög er alveg kósý .. 40min er bara of langt.. ! Svo dilla skvísurnar sér við lögin og hreyfa hendurnar.. En hugmyndin er falleg, það er í raun verið að segja sögu í hvert sinn .. skal leika þetta fyrir þá sem vilja þegar ég kem heim..:)
Að vera frá Íslandi er ekki alltaf kostur í svona útlandi .. í fyrsta lagi getur enginn sagt nafnið mitt
í öðru lagi þá fæ ég fááááranlega spurningar... tók strætó heim áðan og fullur grikki sat hliðin á mér.. vildi vita hvort ég væri ástrali .. neinei ekki svo slæmt.. frá íslandi... jáá er það nálægt nýja-sjálandi ... nei vinurinn það er hjá norðurpólnum.. blablalbala... okey ekki svo slæmur gaur. EN gæjinn sem sat á móti okkur í strætó ... "Sorry - are you from Iceland"??? G: yes I am GUY: Do they drink alot of coffee in Iceland? G:(WTF?????).. Yeah sure... GUY: OK here is my card, I sell the best coffee in the world, please give it to someone in Iceland so I can add your country to my customer-list..
ALVEG HA??? já ég rölti bara með þetta inn í kaffitár og mæli með þér... random bus-guy!
MJög margir á Hawaii tala við sjálfa sig.. í öllum strætóskýlum er amk einn sem stendur og talar við sjálfan sig.. mjög spes.. :)
'Eg var að fatta í dag... að ég er staðsett svona 4 mín frá Ala Moana Center.. sem er stærsta útimoll í heimi ! (sko í alvöru, það stendur í bæklingnum þeirra)... og ég fór aðeins að skoða það ... OG ÞAÐ ER ALLT ÞAR.. Berglind- ég varð veik .. ætla aaaaðeins að kíkja þangað á morgun .. sjá svona hvað er að frétta þar;)
Á morgun fer ég í berklaprófið .. og þarf að kíkja á skráningarnar i skólanum - mjög áhugavert ég veit.. EN ég fór í bókabúðina í dag - keypti bækur og bus-card (fyrir alla önnina)----- HUNDRAÐ ÞÚSUND KALL... halló að svelta sig allan september. hvernig er þetta hægt.. ég fór beint heim (enda bækurnar svona 16 kg) og hringdi í mömmu á skype .. alveg í rusli .. og mamma besta stappaði í mig stálinu :)
Annars er hrein snilld að vera hér í raun.. það er frábært veður og fínir krakkar hérna :) og nuna er ég að borða popp með pipar... það er mjöög sérstakt
Annars er ég komin með svoldið leið á að búa í tösku og get ekki beðið eftir að búa mér til "heimili" í íbúðinni :)
Þetta var nokkuð ítarlegt blogg - ekki satt berglind??
Sakna ykkar alveg hrikalega og bið að heilsa öllum heima:)
Mahalo fyrir að lesa þetta allt
Guðný
- comments
Sólveig Aaaafskaplega gott blogg Guðný mín..gaman að vita þetta með hula dansarana! :) Ég er mjög spennt að fá að sjá þig leika þetta líka þegar þú kemur heim, mun ekki missa af þvi! Snilld líka að hafa þetta moll í nágrenninu! Nú ferð þú og tæmir það!
Axel Tamzok Hvernig væri að koma með einn hula-dansara heim fyrir mig? Labbar bara með hana í gegnum græna hliðið eins og ekkert sé athugavert..
Alma Eik Oooooo mig langar að koma í heimsókn! Langar að sjá hulakonurnar :D OOOOg versla!! :)
Berglind haha þetta var mjöög gott blogg! ég er að fíla kaffigaurinn, faxaðu bara nafnspjaldið hans á mig og ég skal láta hlutina gerast! ;) og Ó Guð! það dó eitthvað inn í mér þegar þú fórst að tala um þetta moll! ég panta mér miða til þín á morgun! ég bara get ekki látið svona tækifæri fram hjá mér fara ;)