

Buenos Aires, Argentina
Núna erum við búin að vera hér í Buenos Aires í nokkra daga og erum byrjuð á fullu í spænskuskólanum. Erum þar hálfan daginn og nýtum restina af deginum til þess að skoða borgina, borða góðan mat og hvíla okkur. Hér er sumarið að byrja og við göngum um stræti borgarinnar á stuttermabol og í stuttbuxum.
Við erum smám saman að læra á borgina, hvernig skal nota samgöngur, hvernig maður biður um 2 appelsínur í ávaxtabúðinni...