Profile
Blog
Photos
Videos
Ymislegt hefur ad daga mina drifid sidustu 3 vikurnar og eg ekki haft tima/nennt ad blogga svo tetta blogg verdur liklegast rosalega afspyrnu langt! Eg veit ekki alveg hvar eg a ad byrja. Eg er buin ad fara i trjar algjorlega magnadar ferdir a sidustu tremur vikum. Fyrsta ferdin var inn i frumskoginn Orinico Delta. Vid vorum tar i viku, roudum i gegnum nokkurs konar volundarhus a kayak. Vid Lara akvadum ad reyna aftur ad vera saman a kayak eftir osigur sidustu ferdar. Vid stodum okkur eins og hetjur ad okkar mati tratt fyrir ad vera med skelfilega lelegan kayak. Pedalarnir voru ojafnir tvi annar var brotinn og tvi turfti ad negla hann saman svo vid endudum stundum a tvi ad fara i nokkra hringi og klesstum oftar en einu sinni a tre....... Fyrsta daginn festumst vid i boraplontuengi en tad eru fljotandi plontur sem blokka stundum ana. Tad var naestum ordid dimmt tegar tad kom motorbatur og bjargadi okkur. Gamli Tjodverjinn datt ut i og vid holdum ad hann hafi pissad a sig tvi hann og allt hans hafurtask angadi af tvagi tad sem eftir var ferdarinnar. Vid gistum 3 naetur hja Warao indjanum. Tad var mjog skemmtileg upplifun. Teir bua i opnum "husum" sem eru 4 spytur med taki en husid er byggt ur lifstrenu sjalfu. Husin eru vid ana og vatnid haekkar og laekkar nokkrum sinnum a dag svo husin verda ad vera nogu ha. Golfid er gert ur trjadrumbum og takid ur laufum. Heilu fjolskyldurnar bua saman i pinulitlu rymi og allir sofa i hengirumum sem reu einnig buin til ur lifstrenu. Tad er astaeda fyrir tvi ad tetta tre kallast lifstre. Einnig borda indjanarnir avexti tess, bua til korfur, toskur, halsmen og fleira og ur sama tre smida teir kanoa. Indjanarnir eru kenndir vid tessa kanoa en konurnar faeda bornin i kanounum, bornin laera kornung ad roa a teim (eg profadi og tad er erfidara en tad litur ut fyrir ad vera). Svo missa teir svein/meydominn tar og ad lokum eru teir grafnir i kanounum uti i skogi. Vid roudum lengra inn i frumskoginn og gistum i 2 naetur i einhverju halftilbunu skyli uti i buska. Mer fannst tad besti partur ferdarinnar. Tarna var enginn (fyrir utan skordyrin, nog af teim) og vid eyddum storum hluta dagsins uti i anni sem var snilld tvi eins og kannski einhverjir vita elska eg fatt jafn mikid og ad synda i hinum og tessum am og votnum. Vid saum hvita hofruna i navigi og syntum med litlum krokodilum og piranha fiskum. Eitt kvoldid forum vid a baba-veidar en baba lita ut eins og litlir krokodilar. Vid fengum lika heimsokn fra nokkrum tarantulum og eg sigradist a lifinu og helt a einni. Eg skalf og svitnadi i lofunum en profadi svo eftir miklar vangaveltur ad setja hana a hofudid og ad lokum leyfdi eg henni ad skrida nidur andlitid a mer....... Veit ekki alveg hvad eg var ad spa...
Eg eignadist lika nyja vini, svartar flugur og onnur skordyr en tad var allt moooooorandi i teim. Eg klaeddist 3-4 buxum, sidermabol og Cintamani peysu mestallan timann og tad var i kringum 35 stiga hiti. Getid rett imyndad ykkur svitaframleidsluna. Tegar vid forum a "klosettid" urdum vid ad vera eins fljot og haegt var til ad fordast rassaaras. Asdis var dugleg ad maeta med moskitosprey i klosettferdirnar og spreyjadi hringinn i kringum sig adur en hun kastadi tvagi. Sidustu nottinni eyddum vid svo a nokkurs konar hoteli (eda campi) inni i frumskoginum en sturtunni var svo sannarlega tekid fagnandi.
Helgina eftir forum vid oll saman til eyjunnar Margarita. Vid kusum ad kalla hana Benedorm Venezuela. Vid vorum tar i 2 daga og hofdum tad nadugt a strondinni tar sem vid Lara splaestum i mjog skritid nudd fra einhverjum hardhentum konum.
I sidustu viku forum vid til Caripe tar sem vid tjoldudum eins og i ekta utilegu. Mer leid sma eins og eg vaeri i Heidmork nema oooorlitid heitara. Vid heimsottum helli (Cueva del Guacharo) en tar lifa 18.000 Guacharo fuglar sem koma adeins ut a nottunni til ad leita ad faedu. Hellirinn er taeplega 10 km en vid gengum um 1200 m. Tad er bannad ad taka myndir med flassi tvi ta blindast fuglarnir svo vid eltum bara einn leidsogumann med litla lukt. Mer leid alveg eins og eg vaeri stodd i Hobbitanum en eg sa nokkur ogedsleg kvikindi, m.a. svona 30 rottur! Vid skodudum rosalega flottan foss og einn daginn forum vid i um 6 tima fjallgongu... Tetta var reyndar meira klifur en ganga tvi tad var svo bratt svo tad var unadslegt ad komast a toppinn. Vid erum oll ordin heldur stressud fyrir Mount Roraima en vid leggjum af stad tangad eftir rumlega viku. Tar gongum vid upp alika brattar fjallshlidar nema ta verdum vid med a milli 15 og 20 kg bakpoka. Eftir gonguna var splaest i pitsu og jardarber med rjoma en Caripe er tekkt fyrir tann rett. Faranlega gott og slo naestum Vesturbaejaris vid (naestum). Vid heimsottum kaffiakur og fengum ad sja hvernig kaffid er gert alveg fra tvi ad trenu er plantad og tangad til ad vid drekkum kaffid. Vid fengum lika ad bua til alvoru heitt sukkukladi ur kakobaunum.
A milli tess sem vid erum i ferdum erum vid buin ad gera ymislegt. Vid sigum nidur 25 m foss sem var alveg faranlega gaman. Eg profadi wakeboard tar sem madur er dreginn aftan a bat og tarf ad reyna ad standa a bretti.. frekar erfitt, get ekki sagt ad eg hafi gert goda hluti en vid aetlum ad profa aftur bradum! I gaer var svo Merengue danskennsla. Tad var alveg otrulega gaman, allir turftu ad syna i lokin og domari valdi besta dansparid en tau fengu verdlaun. Merengue er rosalega audveldur dans og faranlega skemmtilegur. Vid donsudum fra sirka 9 til ad verda 3 um nottina.
Eg elska menninguna herna meira med hverjum deginum sem lidur. Folkid herna er svo opid. Tad er reyndar eitt mjog furdulegt fyrir okkur Evropubuana og tad er ad folk getur kallad hvort annad hvad sem er. T.d. er edlilegt ad kalla einhvern i tykkari kantinum "hey gordo" sem tydir "hey feiti" og enginn modgast. Kennarinn okkar er alltaf kalladur talibani uti a gotu tvi folki finnst hann likjast teim. Hann manadi okkur lika til ad fara i kjotbudina a horninu og avarpa manninn "hey feiti"... Veit ekki alveg hvort vid leggjum i tad! Tad er lika hrosyrdi ad segja "hey negro" tvi ad her tydir tad bara ad madur se duglegur.
Tiskunni herna ma lysa i einu ordi: gallabuxur. ALLIR eru i gallabuxum, sama hver lengd, breidd og aldur vidkomandi er (amma, tu kynnir svo sannarlega ad meta tetta). Allar ungar stelpur fara i brjostaadgerd herna, nidur i 16 ara!
A morgun eru svo forsetakosningar! Juhu, aftur! Fengum bara ekki nog af teim i Kenyu.
Frambjodendurnir eru tveir. Annar er ur sama flokki og Chavez. Hann er fyrrverandi straetobilstjori, alveg omenntadur. Hinn er rosalega vel menntadur en folk er sannfaert um ad straetobilstjorinn vinni. Allir sem eg hef talad vid virdast vera a moti Chavez. Teir vona ad folk sjai ad ser a naestu 6 arum og kjosi betri forseta eftir tetta timabil. Sidastlidin vika hefur einkennst af bipandi bilum aerandi tonlist og raudklaeddu folki med raudar derhufur flaggandi plaggotum. Vid heyrdum ad folkid er neytt af vinnuveitendum sinum til ad taka tatt i tessum arodri, annars a tad a haettu ad vera rekid........ Tetta er nu meiri spillingin.
A leidinni i Delta lentum vid i tvi ad billinn var stoppadur tvi ad vid hann hafdi ekki numeraplotu ad framan. Leidsogumadurinn okkar raeddi heillengi vid logguna sem vildi fa pening og ad lokum gaf hann henni 200 bolivars. Tegar vid vorum ad keyra i burtu tok eg eftir tvi ad tad vantadi lika numeraplotu a logreglubilinn! Alveg merkilegt....
Jaeja, held ad tetta se nog i bili
Hasta luego!
- comments
Jorge Lallino gvud klassic gamli... ad thu skulir ekki hafa road hann med thinni seydandi thysku. hey hver vann merenguad thar sem eg var ekki tharna, enginn?
Agnes Engilbertsdóttir og Gunnsteinn Gunnarsson Takk fyrir skemmtilegan pistil. Amma heldur að þú verðir orðin vitlaus af öllu þessu, þegar þú kemur heim. Annars á maður ekki að segja róuðum heldur rérum! Við hlökkum til að fá þig heim úr þessu hitavíti, en njóttu þess meðan þú ert þarna. Amma og afi.
Hafdís Jiminn einasti! 30 rottur!! Ég er í sjokki! Fyndið með þjóðverjann sem datt útí, þú hefur vonandi getað haldið hlátrinum betur inni en þegar ég datt útí í Vatnó hér um árið og ég pissaði náttúrulega ekki á mig
Bogi ,,Negro" Benediktsson ÁFRAM KOSNINGAR! Kosningar eru alltaf stuð. =) Hafðu það gott þarna úti. Safari njema Agnesíó
Anna Elísa Elska að lesa allan fróðleikinn í blogginu þínu Agnes! Ég hefði t.d. ekki vitað neitt um Warao indíána ef þú hefðir ekki farið í þessa reisu - en núna veit ég fullt og finnst það sjúklega áhugavert :D Og þú ert hetja að geta lifað með öllum þessum skordýrum - jakk og ullabjakk.
Tanja Ég vil sjá hvíta höfrunga :( ... AF HVERJU ertu í svona mörgum fötum ? :O ... ooog rassaárás frá hverju ? :S Btw. á vegum hversss/hverra eruð þið ? Fyrst þið eruð með svona svaka dagskrá og allesammen... mig langar þvílíkt að fara þangað einhverntímann :)